Starfsmannamál á mannamáli
Sjaldan er þörf á mannauðs- eða starfsmannastjóra í litlu og fámennu fyrirtæki. Þegar aukin kraftur færist í starfsemina byrjar þó þörfin að gera vart við sig. Þó nokkur tími getur þó liðið frá því það gerist og þar til fyrirtækið hefur færi á að ráða starfsmann í fullt starf til þess að sinna málefninu. Með því að ráða utankomandi aðila í það hlutfall sem þörf er á hverju sinni eða til þess að koma inn í tilfallandi eða krefjandi aðstæður má ná góðum tökum á málefninu strax.
Starfsfólkið er mikilvægasti hlekkur hvers fyrirtækis og mikilvægt að starfsandi sé góður og starfsánægja eins og best verður á kosið. Þannig má alltaf ná fram betri framleiðni, því ánægt starfsfólk vinnur alltaf best. Það er því nauðsynlegt að ná góðu samtali við starfsfólk og kanna ánægju þeirra með reglubundnum hætti. En rétt eins og í lífinu sjálfu getur alltaf kastast í kekki milli starfsmanna og fyrirtækis eða á innan starfshópsins og þá er mikilvægt að rétt sé haldið á spilunum.
Launakosnaður er einn stærsti útgjaldaliður fyrirtækja. Það þekkja allir sem komið hafa að útborgun launa. Með góðri þekkingu á kjarasamningum, betra skipulagi á vinnutíma og vöktum, góðum verkferlum og skýrri starfsmannahandbók og stefnu má í öllum tilvikum ná niður hlutfalli milli launa og veltu.
Því minna sem fyrirtækið er þegar stefnan er sett, því auðveldara verður að fylgja henni eftir og uppfæra til framtíðar.
Ekki hika við að hafa samband

Almenn ráðgjöf um starfsmannamál

Starfsmannasamtöl og ánægjukönnun

Laun- og vinnsla, samningar og séttafélög

Handbækur
og leiðbeiningar
%20(1000%20%C3%97%201000%20px)%20(2).png)